Þjófar tilkynntu innbrot

Tveir karl­menn voru hand­tekn­ir í aust­ur­borg Reykja­vík­ur í nótt eft­ir að þeir höfðu hringt í lög­reglu og til­kynnt inn­brot.

Að sögn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu urðu menn­irn­ir marg­saga þegar rætt var við þá á vett­vangi og einnig hefði ým­is­legt í fari þeirra gefið sterk­lega til kynna að þeir hefðu komið við sögu í öðru inn­broti, sem lög­regl­an hafði nýhafið rann­sókn á. Það var framið skömmu áður á svipuðum slóðum.

Þá fund­ust mun­ir í fór­um mann­anna sem þeir gátu ekki gert grein fyr­ir. Menn­irn­ir hafa áður komið við sögu hjá lög­reglu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert