Ætlar að skrifa um stjórnmálin

Kristrún Heimisdóttir.
Kristrún Heimisdóttir.

Kristrún Heim­is­dótt­ir, lög­fræðing­ur og fyrr­ver­andi aðstoðarmaður Árna Páls Árna­son­ar, efna­hags- og viðskiptaráðherra, og Árni Snæ­björns­son, ráðunaut­ur og fyrr­ver­andi aðstoðarmaður Jóns Bjarna­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, misstu bæði vinn­una þegar ráðherr­arn­ir tveir létu af embætt­um sín­um á gaml­árs­dags­morg­un.

Kristrún kvaðst ætla að njóta þess til að byrja með að geta tekið sér eitt­hvað frí, enda ekki getað tekið frí lengi og ekki farið í sum­ar­frí á nýliðnu ári. Hún gerði ráð fyr­ir að fara svo að vinna lög­fræðistörf, bæði á vett­vangi há­skóla og ann­ars staðar.

„Það er svo ljóm­andi gott að kom­ast út úr póli­tíska um­hverf­inu, sér­stak­lega eins og það er núna. Vinda ofan af sér alla þá tog­streitu sem þar rík­ir og hugsa um aðra hluti,“ sagði Kristrún. Hún sagðist hafa hugsað sér að nota næstu mánuði til þess að skrifa. En um hvað á að skrifa?

„Það er margt sem maður hef­ur frá að segja um stjórn­mál­in frá ár­inu 2007 sem maður hef­ur tekið þátt í,“ sagði Kristrún. Hún var spurð hvort hún ætlaði að keppa við met­sölu­höf­und­ana Arn­ald og Yrsu í bóka­flóðinu um næstu jól.

„Ég segi það ekki – ég held að ég geti ekki verið með óvænt enda­lok, en það verður ör­ugg­lega frá ýmsu að segja,“ sagði Kristrún.

Aft­ur til Bænda­sam­tak­anna

„Ég sný aft­ur til fyrri starfa hjá Bænda­sam­tök­un­um,“ sagði Árni Snæ­björns­son ráðunaut­ur.

Árni kvaðst eiga eft­ir að ræða við sína menn hjá Bænda­sam­tök­un­um. Hann var í launa­lausu leyfi þaðan þann tíma sem hann var aðstoðarmaður ráðherra.

„Ég var ráðinn til Jóns og fór sjálf­krafa út þegar hann hætti,“ sagði Árni. gudni@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert