Bændur vildu semja um friðun

Svartfuglar í Papey.
Svartfuglar í Papey. mbl.is/Ómar

Bænda­sam­tök­in sögðu sig frá til­lög­um starfs­hóps Svandís­ar Svavars­dótt­ur um­hverf­is­ráðherra um friðun á fimm teg­und­um svart­fugla hér á landi næstu fimm árin, eft­ir að til­lög­urn­ar voru frá­gengn­ar. Telja sam­tök­in þar gengið á rétt land­eig­enda og annarra hlunn­enda­not­enda. Fara hefði átt aðra leið og semja við land­eig­end­ur.

Vildu semja

Guðbjörg Helga Jó­hann­es­dótt­ir, at­vinnu- og hlunn­indaráðgjafi hjá Bænda­sam­tök­un­um seg­ir hlunn­inda­nýt­ingu und­an­skilda í lög­un­um. Með því að friða fugl­inn í fimm ár og breyta lög­un­um, þá sé ljóst að þeim verði ekki breytt til baka. „Þá er farið að ganga á rétt land­eig­enda og hlunn­enda­not­enda. Við í Bænda­sam­tök­un­um vild­um fara aðra leið.“

Hún seg­ir að eng­ir séu betri land­verðir en þeir sem eigi landið og þeir vilji að sjálf­sögðu ekki ganga of langt á þá stofna sem þeir nýta á sín­um jörðum. „Því lögðum við til að far­in yrði sú leið sem far­in var í Vest­manna­eyj­um, sem felst í því að semja við fólk án laga­breyt­inga. En þar sem við erum í minni­hluta í þess­um hópi þá neydd­ust við til að segja okk­ur frá þessu.“

Starfs­hóp­ur­inn var skipaður full­trú­um um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins, Nátt­úru­fræðistofn­un­ar, Um­hverf­is­stofn­un­ar, Bænda­sam­taka Íslands, Skot­veiðifé­lags Íslands og Fugla­vernd­ar auk for­manns nefnd­ar um end­ur­skoðun laga nr. 64/​1994. Skot­vís og Um­hverf­is­stofn­un skiluðu séráliti um friðun álku, lang­víu og stutt­nefju um tak­mörk­un á veiði þeirra næstu fimm árin í stað al­gjörr­ar friðunar.

Þyrfti frek­ari rann­sókn­ir

Guðbjörg, sem full­trúi Bænda­sam­taka Íslands, sagði sig frá til­lög­um starfs­hóps­ins eft­ir að til­lög­urn­ar voru frá­gengn­ar í hópn­um og stend­ur því ekki að þeim. Í yf­ir­lýs­ingu um úr­sögn sem send var ráðuneyt­inu seg­ir hún að þó veiðistjórn­un sé af hinu góða þá sé frek­ari rann­sókna þörf en upp­lýs­ing­um um ástand stofn­anna og or­sak­ir brests í varpi sé ábóta­vant og úr því þurfi að bæta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert