Fastir í norðurljósaskoðun

Norðurljós.
Norðurljós. mbl.is/Hag

Björg­un­ar­sveit­in Suður­nes var kölluð út í nótt þegar rúta sat föst utan veg­ar á Reykja­nes­inu. Í rút­unni voru 15-20 er­lend­ir ferðamenn sem voru að virða fyr­ir sér norður­ljós­in.

Björg­un­ar­sveit­in fór með tvo bíla á staðinn og tókst fljótt og vel að losa rút­una.

Að sögn Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar var afar þung­fært á svæðinu vegna mik­illa snjóa en aðstæður til að skoða norður­ljós voru með besta móti, kalt og heiðskírt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert