Björgunarsveitin Suðurnes var kölluð út í nótt þegar rúta sat föst utan vegar á Reykjanesinu. Í rútunni voru 15-20 erlendir ferðamenn sem voru að virða fyrir sér norðurljósin.
Björgunarsveitin fór með tvo bíla á staðinn og tókst fljótt og vel að losa rútuna.
Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar var afar þungfært á svæðinu vegna mikilla snjóa en aðstæður til að skoða norðurljós voru með besta móti, kalt og heiðskírt.