Kapallinn ekki enn genginn upp

Jón Bjarnason afhendir Steingrími J. lyklana að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu.
Jón Bjarnason afhendir Steingrími J. lyklana að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu.

Ráðherrakapallinn sem lagður var skömmu fyrir áramót tekur nú á sig mynd, en endanleg skipan mála er þó ekki komin í ljós. Óánægju gætir í báðum stjórnarflokkum með lyktir mála, stjórnarmaður í VG segir flokkinn hafa veikst og hópur óánægðra samfylkingarmanna vill landsfund sem fyrst.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru hugmyndir um að Katrín Jakobsdóttir taki tímabundið við iðnaðarráðuneytinu af Katrínu Júlíusdóttur sem fer senn í fæðingarorlof. Steingrímur J. Sigfússon vill ekki staðfesta það. „Það er út af fyrir sig hluti af samkomulaginu að ráðherra úr okkar röðum muni gegna ráðuneytinu,“ segir Steingrímur. „En nákvæmlega hver það verður, við skulum sjá til með það.“

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að hafinn sé undirbúningur að nýju atvinnuvegaráðuneyti. Ekki hefur verið ákveðið hvenær þingsályktunartillaga um sameininguna verður lögð fram.

Tillaga um að boðað verði til landsfundar Samfylkingarinnar var lögð fram á flokksstjórnarfundi síðastliðinn föstudag af flokksmönnum sem eru óánægðir með þróun mála. Samþykkt var að vísa henni til framkvæmdastjórnar flokksins til umsagnar. „Ný forysta verður væntanlega kosin í vor,“ skrifaði Kristrún Heimisdóttir, sem var aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar, á Facebook-síðu sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert