Konur í meirihluta við ríkisstjórnarborðið

Konur voru í meirihluta við ríkisstjórnarborðið í fyrsta skipti í morgun þegar 250. fundur ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs var haldinn.

Alls sitja nú fimm konur og fjórir karlar í ríkisstjórninni eftir breytingarnar, sem gerðar voru um áramótin. Þá gegnir kona í fyrsta skipti embætti fjármálaráðherra.

Á myndinni, sem birt er á vef forsætisráðuneytisins, eru Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert