Óli kommi hættur í VG

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og Ólafur Þ. Jónsson við …
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og Ólafur Þ. Jónsson við upphaf landsfundar VG á Akureyri haustið 2011. Skapti Hallgrímsson

Ólaf­ur Þ. Jóns­son, fyrr­ver­andi vita­vörður í Horn­bjargs­vita, Óli kommi eins og hann er oft nefnd­ur, hef­ur sagt sig úr VG. Hann seg­ist hafa verið að íhuga úr­sögn frá því flokk­ur­inn fór í rík­is­stjórn. Úrsögn­in sé vegna dek­urs við ESB og aðfar­ar­inn­ar að Jóni Bjarna­syni.

Þetta kom fram í síðdeg­isút­varpi Rás­ar 2 nú síðdeg­is.

Ólaf­ur var einn þeirra sem stóðu að stofn­un VG fyr­ir 12 árum og var ásamt fleir­um heiðraður á síðasta lands­fundi VG.

Í sam­tali við Rás 2 sagði Ólaf­ur að mik­il óánægja kraumaði inn­an flokks­ins. Aðspurður sagði Ólaf­ur að hann ætti ekki sam­leið með nokkr­um öðrum flokki og ef nýr flokk­ur ætti að höfða til hans yrði hann að vera afar rauður. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert