Ríkið ekki staðið við sitt

Fulltrúar ASÍ koma til fundar við ráðherra í ráðherrabústaðnum í …
Fulltrúar ASÍ koma til fundar við ráðherra í ráðherrabústaðnum í apríl í fyrra. Ólafur Darri Andrason, Sigurður Bessason, Signý Jóhannesdóttir og Gylfi Arnbjörnsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Formenn aðildarfélaga ASÍ munu funda á fimmtudag til að fara yfir stöðu kjarasamninga. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að ýmislegt þurfi að laga. Atvinnurekendur hafi í flestum tilfellum staðið við sitt en aðra sögu sé að segja af ríkinu.

Endurskoðun kjarasamninga á að ljúka 20. janúar. Ákveðinn fyrirvari er á samningnum sem tengist stjórnvaldsaðgerðum og lagabreytingum. Ef þær forsendur sem snúa að stjórnvöldum standast ekki gildir samningurinn til 1. febrúar 2012 en þá eiga laun almennt að hækka um 3,5%.

Í samtali við Morgunblaðið sagði Gylfi að fara þyrfti yfir ýmislegt sem lýtur að efndum á yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar, s.s. í fjárlögunum, um hækkun bóta, almannatrygginga og atvinnuleysisbóta. Þá hefði ASÍ talið sig hafa fengið fyrirheit um jöfnun lífeyrisréttinda en það hefði ekki gengið eftir.

Nánar er rætt við Gylfa í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka