Samdráttur í áfengissölu

Jólabjórinn var vinsæll og var nægt framboð.
Jólabjórinn var vinsæll og var nægt framboð. mbl.is/Ómar

Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins seg­ir að sala áfeng­is í des­em­ber síðastliðnum hafi verið 2,6% minni en sama mánuð í fyrra. Sala á rauðvíni og hvít­víni hafi dreg­ist lít­il­lega sam­an. Þá veki at­hygli að sala á freyðivíni hafi verið tæp­um 10% minni í ár en í fyrra.

Þá seg­ir að ef litið sé á söl­una vik­una fyr­ir ára­mót, sem sé einn anna­sam­asti tími árs­ins  þ.e. dag­ana 27. – 31. des­em­ber, hafi  503 þúsund lítr­ar af áfengi verið seld­ir í ár, 7% minna en sömu daga í fyrra.

Ef fjöldi viðskipta­vina er skoðaður komu 94 þúsund viðskipta­vin­ir í Vín­búðirn­ar sömu daga,  tæp­lega 7% færri en í fyrra en þá voru viðskipta­vin­ir um 101 þúsund.  Flest­ir viðskipta­vin­ir komu 30. des­em­ber eða 43.900 viðskipta­vin­ir og þann dag seld­ust 256 þúsund lítr­ar af áfengi. 

 Á ár­inu 2011 voru seld­ir 18,4 millj­ón lítr­ar af áfengi, 2,7% minna en árið 2010.  Á heild­ina litið er aukn­ing í sölu á létt­víni en sam­drátt­ur í bjór og sterku áfengi.  Alls komu 4.181 þúsund viðskipta­vin­ir í Vín­búðirn­ar á ár­inu 2011 í sam­an­b­urði við 4.256 þúsund árið áður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert