X-G leitar frambjóðenda

Haust og litadýrð á Þingvöllum. Náttúruvernd er í fyrirrúmi í …
Haust og litadýrð á Þingvöllum. Náttúruvernd er í fyrirrúmi í stefnuskrá Hægri grænna. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hægri-græn­ir hyggj­ast ýta kosn­inga­bar­áttu sinni úr vör þegar ná­kvæm­lega ár verður til þing­kosn­inga 2013 og er á þessu stigi horft til 21. apríl nk. í þessu efni. Flokk­ur­inn stefn­ir á að nota lista­bók­staf­inn G en bók­staf­inn A til vara. Boðið verður fram í öll­um kjör­dæm­um.

Guðmund­ur Frank­lín Jóns­son at­hafnamaður seg­ir mik­inn hug í fé­lags­mönn­um en eins og fram kem­ur í niður­lagi frétt­ar­inn­ar er áhuga­verðra fram­bjóðenda nú leitað.

„Eru orðnir að stórri fjölda­hreyf­ingu“

„Við kom­um til með að bjóða fram í öll­um sex kjör­dæm­um. Hægri-græn­ir eru orðnir að stórri fjölda­hreyf­ingu. Til­kynnt verður form­lega um fram­boðið með til­heyr­andi mörg­um und­ir­skrift­um þegar ná­kvæm­lega ár er til kosn­inga. Við erum bún­ir að tryggja okk­ur lénið X-G fyr­ir grænt og ætl­um að sækja um þann lista­bók­staf hjá dóms­málaráðuneyt­inu. Til vara sækj­um við um bók­staf­inn A. Við eig­um bæði lén­in, xg.is og xa.is,“ seg­ir Guðmund­ur Frank­lín.

„Hald­inn verður blaðamanna­fund­ur þegar ár er til kosn­inga. Við telj­um að kosn­ing­ar verði lík­leg­ast 21. apríl 2013 og horf­um því til 21. apríl nk. Þá verður stefna flokks­ins kynnt í 45 liðum og í fram­hald­inu verður mánaðarlega birt stefna í mál­um sem efst eru á baugi hverju sinni,“ seg­ir Guðmund­ur Frank­lín og nefn­ir líf­eyr­is­sjóðs-, sjáv­ar­út­vegs- og banka­mál sem dæmi um lík­lega mála­flokka í stefnu­mót­un­inni.

Tutt­ugu manns komið að und­ir­bún­ingn­um

- Hvernig hef­ur und­ir­bún­ingi verið háttað?

„Tutt­ugu manns hafa unnið að und­ir­bún­ingn­um sleitu­laust í eitt ár.“

- Hvað finnst þér um frammistöðu rík­is­stjórn­ar­inn­ar?

„Hún er skelfi­leg. Það var svo sem ekki við öðru að bú­ast. Það sýn­ir sig í öll­um skoðana­könn­un­um að al­menn­ing­ur treyst­ir ekki Alþingi. Stjórn­ar­andstaðan nýt­ur held­ur ekki trausts. Ég held að það sé kom­inn tími til að gefa fjór­flokkn­um frí.“

Afþakka „póli­tíska lukk­uridd­ara“ 

Guðmund­ur Frank­lín held­ur áfram:

„Við kom­um til með að aug­lýsa eft­ir áhuga­verðum ein­stak­ling­um sem hafa áhuga á að bjóða sig fram fyr­ir fólkið um allt land. Við mun­um hrein­lega aug­lýsa í Morg­un­blaðinu eft­ir fólki. Póli­tísk­ir aðilar, alþing­is­menn og menn sem hafa verið í póli­tík, eru afþakkaðir sem og lukk­uridd­ar­ar á síðasta sölu­degi,“ seg­ir Guðmund­ur Frank­lín og hlær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert