Skrefamælir sýndi að hjúkrunarfræðingur á bráðadeild Landspítalans gekk 12 kílómetra á einni erilsamri vakt í haust. Mælingin verður endurtekin en hjúkrunarfræðingar vita að þeir þurfa að ganga mikið, enda deildin stór og starfið erilsamt. Verið að er taka nýtt kerfi í notkun sem á að spara sporin.
„Það er auðvitað ekkert að marka eina mælingu. Þetta verður rannsakað betur. En við vitum að við göngum mikið,“ segir Ragna Gústafsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á bráðadeild Landspítalans í samtali við Morgunblaðið.
Verið er að taka í notkun svokallaða straumlínustjórnun á bráðadeildinni, aðferð sem var hönnuð hjá Toyota-verksmiðjunum með það að markmiði að spara sporin. Á nýjum Landspítala stendur einnig til að taka í notkun rörpóst enda senda menn ekki lyf gegnum tölvu eða síma.