Innbrot í sumarbústað

Séð yfir Grímsnesið.
Séð yfir Grímsnesið. www.mats.is

Lög­regl­unni á Sel­fossi var í fyrra­dag til­kynnt um inn­brot og þjófnað í sum­ar­bú­stað við Sogs­bakka sem stend­ur á milli Ljósa­foss­virkj­un­ar og Stein­gríms­stöðvar í Gríms­nes- og Grafn­ings­hreppi. Var stolið Phil­ips-flat­skjá, far­tölv­um og öðrum mun­um.

Að sögn lög­regl­unn­ar fóru þjóf­arn­ir um bú­staðinn og ollu þar nokkru tjóni á inn­an­stokks­mun­um. Ógreini­leg skóför voru í snjón­um við húsið en fennt í þau svo lík­ur eru til að ein­hverj­ir dag­ar hafi verið liðnir frá inn­brot­inu þar til það upp­götvaðist. Er talið að inn­brotið hafi verið framið á tíma­bil­inu 18. des­em­ber síðastliðinn til 2. janú­ar.   

Lög­regl­an á Sel­fossi biður þá sem veitt geta upp­lýs­ing­ar um inn­brotið að hafa sam­band í síma 480 1010.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert