Skoða þarf starfsumhverfið

Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir tölur um fjölda fyrirtækja sem komust í þrot á síðasta ári mikið áhyggjuefni. Sérstaklega þurfi stjórnvöld að líta til starfsskilyrða fyrirtækja ekki síst hvað varðar skattheimtu, þá hafi fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja misheppnast.

Fyrstu 11 mánuði ársins 2011 var fjöldi gjaldþrota 1.432 sem er um 63% aukning frá sama tímabili árið 2010 þegar 877 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta en árið áður höfðu þau verið 910. Síðustu þrjú ár hafa öll verið metár hvað gjaldþrot fyrirtækja varðar.

Í nóvember 2011 voru 115 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 101 fyrirtæki í nóvember 2010. Flest gjaldþrotin voru í fjármála- og vátryggingastarfsemi, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Frétt Hagstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert