Þarf aðstoð í samskiptum við erlenda fjölmiðla

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þessi ríkisstjórn verður að fara að ráða einhverja til að aðstoða sig í samskiptum við erlenda fjölmiðla,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag. Hinn kosturinn sé að koma hreinlega í veg fyrir að ráðherrar fari í erlend viðtöl.

„Nýi fjármálaráðherrann segir í viðtali við Bloomberg að gjaldmiðill landsins gæti þurft að vera í höftum um ókomin ár en þó sé mikilvægt að losna við meirihluta haftanna því þau hindri viðskipti og hagvöxt,“ segir Sigmundur og vísar þar til viðtals Bloomberg-fréttaveitunnar við Oddnýju Harðardóttur, nýskipaðan fjármálaráðherra, í dag.

„Á sama tíma boðar ráðherrann sölu ríkisskuldabréfa,“ bætir Sigmundur síðan við.

Facebook-síða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert