Flutningskostnaður mun hækka

Hætt er við að hærri flutningskostnaður skili sér í hærra …
Hætt er við að hærri flutningskostnaður skili sér í hærra vöruverði og ýti þannig undir verðbólgu. Brynjar Gauti

„Það er nokkuð ljóst að einn stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri okkar er eldsneyti. Þannig að þetta fer beint út í verðlagið og þýðir hækkandi flutningskostnað. Það mun gera það strax,“ segir Jörundur Jörundsson, framkvæmdastjóri innlandssviðs Samskipa, um aukna álagningu á eldsneyti.

Um áramótin hækkaði verð á eldsneyti og er verð á díselolíu í sjálfsafgreiðslu nú komið í 245,50 krónur þar sem það er lægst en verð á bensíni 232 krónur, að því er fram kemur á vefnum gsmbensin.is. Er verð á díselolíu því í sögulegum upphæðum en hún er einmitt orkugjafi margra stærri ökutækja.

Hækkanir á vörugjaldi og kolefnisgjaldi um áramót leiddu til þess að bensín- og gasolíulítrinn hækkaði. Virðisaukaskattur leggst ofan á hækkun gjaldanna og urðu áhrifin í heild um 3,50 kr. á lítra.

Orðinn mjög stór útgjaldaliður

Jörundur segir muna um hverja hækkun.

„Eldsneytiskostnaður hjá okkur er að verða verulega stór liður í rekstrarkostnaði hverrar flutningabifreiðar. Hver króna í hækkun á eldsneytisverðinu vegur því þungt í rekstrinum.

Þessar hækkanir eru einkennilegar. Fyrir jól voru samþykkt lög á Alþingi um svæðisbundna flutningsjöfnun. Ástæðan var hækkandi flutningskostnaður og geta aðeins fyrirtæki sótt um.

Að lokum mun hækkunin því enda á heimilum landsins. Þetta fer inn í neysluverðsvísitöluna og húsnæðislánin munu hækka,“ segir Jörundur Jörundsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert