Loðnu landað á Vopnafirði

Lundey
Lundey Af vef Þorgeirs Baldurssonar

Lundey NS 14, skip HB Granda, kom með fyrsta loðnufarm þess­ar­ar vertíðar til Vopna­fjarðar í dag. Afl­inn var um 900 tonn sem veidd­ist í þrem­ur höl­um, sam­kvæmt frétt á vef Þor­geirs Bald­urs­son­ar.

Veidd­ist loðnan um 70 sjó­míl­ur norðaust­ur af Langa­nesi í gær.

„Við erum alla­vega bún­ir að finna lykt­ina af henni,“ sagði Arnþór Hjör­leifs­son, skip­stjóri á Lundey NS, í sam­tali við Morg­un­blaðið gær­kvöldi. „Þetta er fín­asta loðna.“

Í gær­kvöldi var um tug­ur skipa á þess­um slóðum og fleiri á leiðinni. Á miðunum voru á meðal annarra vinnslu­skip­in Vil­helm Þor­steins­son EA og Krist­ina EA sem vinna afl­ann um borð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert