Mikil hláka í fyrramálið

Mikill snjór er á höfuðborgarsvæðinu en spáð er hláku í …
Mikill snjór er á höfuðborgarsvæðinu en spáð er hláku í nótt og næstu daga mbl.is/Árni Sæberg

Gert er ráð fyrir mikilli hláku suðvestanlands í nótt og næstu daga en á mánudag mun sennilega kólna á ný, varað er við mikilli hálku meðan klakinn er að bráðna. „Hérna
suðvestanlands eru að ganga skil yfir í nótt og snjóar sjálfsagt eitthvað til að byrja með,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

„Það er hvöss suðaustanátt með þessu, líklega 15-20 metrar á sekúndu og gæti alveg farið yfir 20 metra við suðurströndina í nótt. Í fyrramálið gengur þetta yfir landið og það verður hláka á láglendi víðast hvar í fyrramálið.“ 

Elín Björk sagði að því mætti búast við flughálku á Norður- og Austurlandi þar sem miklir klakabunkar væru á vegum. En í kjölfar skilanna myndi hann ganga í suðvestanátt og
skúraveður suðvestanlands fyrir hádegið. „Snjórinn og klakinn ættu að bráðna nokkuð en hitinn fyrir norðan verður meira í kringum frostmark og hlákan nær ekki þangað að ráði núna.“

Mjög hált getur orðið þegar klakinn fer að bráðna.
Mjög hált getur orðið þegar klakinn fer að bráðna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert