Norðausturleiðin að opnast

Norska olíuskipið Åsgard C er í eigu Statoil. Myndin tengist …
Norska olíuskipið Åsgard C er í eigu Statoil. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ljósmynd/Øyvind Hagen

Lík­legt þykir að næsta sum­ar geti norskt gas­flutn­inga­skip siglt sem leið ligg­ur norðaust­ur­leiðina svo­kölluðu og þannig stytt sigl­inga­leiðina til Asíu veru­lega. Flutn­inga­skipið Ri­bera del Du­ero Knut­sen kem­ur eitt til greina enda er það sér­út­búið til sigl­inga á slóðum þar sem vænta má haf­íss.

Fjallað er um málið á vef norska út­varps­ins og kem­ur þar fram að 27 skip hafi siglt norðaust­ur­leiðina í fyrra­sum­ar og að það hafi verið mik­il aukn­ing frá fyrra sumri.

Bú­ist við frek­ari aukn­ingu

Næsta sum­ar sé bú­ist við frek­ari fjölg­un skipa. En Norðaust­ur­leiðin er sigl­inga­leið milli Atlants­hafs­ins og Kyrra­hafs­ins meðfram norður­strönd Rúss­lands. Stærst­ur hluti leiðar­inn­ar er í ísi­lögðu Norður-Íshaf­inu og hlut­ar henn­ar eru aðeins ís­laus­ir tvo mánuði á ári.

Það er skipa­fyr­ir­tækið Knut­sen OAS Shipp­ing í Hauga­sundi sem hef­ur fengið leyfi frá rúss­nesk­um stjórn­völd­um til að sigla gas­flutn­inga­skip­inu Ri­bera del Du­ero Knut­sen um norðaust­ur­leiðina næsta sum­ar. Er það sér­út­búið til sigl­inga á slík­um slóðum.

Gas frá Mjall­hvíti

Rætt er við yf­ir­mann tækni­mála hjá fyr­ir­tæk­inu í Hauga­sundi á vef norska út­varps­ins. Seg­ir heim­ild­armaður­inn fyr­ir­tækið ekki hafa hafið viðræður við ol­í­uris­ann Statoil um flutn­ing gass frá gas­lind­inni Mjall­hvít, eða Snøhvit, til markaða í Asíu. Er málið því á byrj­un­arstigi.

Sigl­ing um leiðina frá Hammer­fest til Jap­ans er tal­in munu taka 20 daga en það þýðir að skipið get­ur farið í allt að þrjár ferðir á sumri.

Er sigl­ing­in sögð taka tals­vert styttri tíma en þegar siglt er suður fyr­ir Afr­íku eða um Súez-skurðinn. En í þess­um tíma­mis­mun er fólg­inn mik­ill sparnaður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert