Segir Hreyfinguna sitja hjá um vantraust

Lilja Mósesdóttir alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir alþingismaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að allt bendi til þess að þjóðin þurfi að bíða þess í rúmt ár að fram fari þingkosningar næst. Hún segir ennfremur að forystumenn ríkisstjórnarinnar hefðu aldrei farið út í „jafn umdeildar breytingar á ríkisstjórninni nema hafa fullvissu fyrir því að þingmenn Hreyfingarinnar sitji hjá við atkvæðagreiðslu um vantraust“.

Þá segir hún að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hafi fært sig úr fjármálaráðuneytinu og tekið að sér sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin sem og efnahags- og viðskiptamálin „til að geta þakkað sér efnahagsbatann 2011 og ráðið gangi allra málaflokka í ríkisstjórninni. Samfylkingunni verður síðan í næstu kosningum kennt um minni efnahagsbata á þessu ári.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka