Sögð hafa svikið flest loforð sem voru gefin

Óli kommi - Ólafur Jónsson, var heiðraður í upphafi síðasta …
Óli kommi - Ólafur Jónsson, var heiðraður í upphafi síðasta landsfundar VG. mbl.is/Skapti

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru margir félagsmenn í Vinstri grænum að hugsa sinn gang varðandi áframhaldandi veru í flokknum. ESB-mál eru nefnd sem helsta ástæðan. Einnig munu margir vera óánægðir með stjórn efnahagsmála og litlar efndir í þeim efnum.

„Ég tel að Vinstri græn hafi svikið öll, eða flest, loforð sem þau gáfu okkur,“ segir Hafsteinn Hjartarson sem hefur verið í VG frá stofnun og gegnt þar trúnaðarstörfum, m.a. sem formaður VG í Kópavogi. Í umfjöllun um ástandið í VG í Morgunblaðinu í dag segir Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðubandalagsins og félagi í VG, að þó að Jón Bjarnason sé ekki lengur ráðherra sé engu að síður ennþá sterkt fólk innan þingflokksins sem sé ákveðið í sinni afstöðu. Hann telur það ekki vænlegt til árangurs að segja sig úr flokknum, betra sé að heyja baráttuna innan flokksins en utan hans.

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra Alþýðubandalagsins og einn af stofnendum VG, segir að atburðir undanfarna daga hafi verið í takt við það sem áður hafi gerst innan flokksins. „Þetta er sama áframhaldandi óheillaþróunin og verið hefur. Fólk er að tínast úr flokknum og það segir sína sögu. Það getur ekki talist vera jákvæð þróun fyrir nokkurn stjórnmálaflokk.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert