Staða Alberts óbreytt

00:00
00:00

Al­bert Jen­sen seg­ir að staða sín sé óbreytt þrátt fyr­ir yf­ir­lýs­ing­ar um annað í Kast­ljósi í gær. Gunn­hild­ur Heiða Ax­els­dótt­ir, fram­kvæmd­ar­stjóri hjá Vin­un, sem hef­ur séð um að þjón­usta Al­bert staðfest­ir þetta. Hún seg­ir það þjón­ustumat sem hafi verið áætlað fyr­ir Al­bert dugi ekki til að greiða fyr­ir þjón­ust­una eigi Vin­un að veita hana.

Í nóv­em­ber­mánuði fór kostnaður við umönn­un Al­berts 96.000 kr. fram úr því sem áætlað er að Al­bert þurfi, sem borg­in hafi sagt að væri henn­ar vanda­mál. Því seg­ist Gunn­hild­ur Heiða ekki geta haldið uppi þeirri þjón­ustu við Al­bert sem hann þurfi á að halda.

Þetta má skýra með því að Vin­un greiði hærri laun en borg­in þar sem starfs­menn í heimaþjón­ustu eru með um 230-240 þús. kr. á mánuði en hjá Vin­un eru þau oft um 270-280 þús. kr. á mánuði. Launamun­ur­inn skýrist að hluta til af þeim rétt­ind­um sem op­in­ber­ir starfs­menn hafi en hún vilji líka borga hærri laun til að lokka betra starfs­fólk til starfa sem eigi að skila sér í ánægðari viðskipta­vin­um, þ.e. þeim sem þiggja þjón­ust­una.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert