Styrmir: Dýrt spaug Viðskiptaráðs

Styrmir Gunnarsson
Styrmir Gunnarsson Ragnar Axelsson

Kaup Viðskiptaráðs Íslands á skýrsl­um um stöðu ís­lenska hag­kerf­is­ins reynd­ust „dýrt spaug“, að mati Styrmis Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi rit­stjóra Morg­un­blaðsins, sem kall­ar eft­ir umræðu meðal ís­lenskra hag­fræðinga um ráðgjöf þeirra fyr­ir efna­hags­hrunið.

Til­efni skrif­anna er sýn­ing RÚV á heim­ild­ar­mynd­inni Insi­de Job eða Inn­herj­arán í gær­kvöldi.

Hún hefst með stuttu ágripi af ís­lensku efna­hags­ból­unni og hvernig banka­kerfið varð marg­falt stærra en um­svif þjóðarbús­ins á aðeins nokkr­um árum. Er sög­unni svo vikið til Wall Street á Man­hatt­an, miðstöðvar alþjóðaviðskipta í heim­in­um.

Mis­hk­in: Mis­ráðin gagn­rýni á ís­lenska banka­kerfið

Fjallað var um skýrsl­una sem Styrm­ir seg­ir frá á mbl.is á sín­um tíma, nán­ar til­tekið í maí 2006, og sagði þar meðal ann­ars:

„Viðskiptaráð Íslands kynnti í London í gær skýrslu þeirra Fredericks Mis­hk­ins og Tryggva Þórs Her­berts­son­ar um fjár­mála­stöðug­leika á Íslandi. Fund­ur­inn var vel sótt­ur af starfs­mönn­um er­lendra fjár­mála­stofn­ana, láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tækja og grein­ing­araðila og er sam­bæri­leg­ur þeim sem Viðskiptaráð hélt í New York ný­verið. Á fund­in­um fjölluðu Mis­hk­in og Tryggvi Þór um fjár­mála­stöðug­leik­ann og svöruðu spurn­ing­um frá fund­ar­gest­um um ís­lenskt hag­kerfi... Fram kom í máli Mis­hk­ins að hann teldi all­an sam­an­b­urð á Íslandi og ný­markaðsríkj­um afar mis­ráðinn,“ sagði í frétt­inni sem byggðist á til­kynn­ingu frá Viðskiptaráði Íslands.

Þátt­ur ís­lenskra hag­fræðinga

Styrm­ir vík­ur að Íslandsþætti mynd­ar­inn­ar:

„Íslenzk­ir sér­fræðing­ar komu óbeint við sögu í þess­ari mynd sem meðhöf­und­ar tveggja þekktra sér­fræðinga í Bretlandi og Banda­ríkj­un­um að tveim­ur skýrsl­um, sem komu út um stöðu ís­lenzku bank­anna á ár­un­um 2006 og 2007 og bentu til þess að allt væri í góðu lagi með bank­ana á Íslandi. [Frederic ]Mis­hk­in [pró­fess­or við Kól­umb­íu-há­skóla] átti bágt í mynd­inni.

Viðskiptaráð Íslands kom líka við sögu, sem verk­kaupi að þess­um skýrsl­um. Þau verk­kaup reynd­ust dýrt spaug miðað við þær upp­lýs­ing­ar, sem fram komu um þókn­un vegna skýrslu­gerðar­inn­ar.

Hér á Evr­ópu­vakt­inni og víðar hef­ur verið vak­in at­hygli á því, að lítið var um að hag­fræðing­ar gagn­rýndu þróun mála hér á Íslandi í aðdrag­anda hruns­ins haustið 2008. Sú þögn hef­ur hins veg­ar lítið sem ekk­ert verið rædd, hvorki í há­skóla­sam­fé­lag­inu hér né á öðrum vett­vangi.

Má bú­ast við því í fram­haldi af sýn­ingu þess­ar­ar heim­ilda­mynd­ar að hag­fræðing­ar og aðrir full­trú­ar há­skóla­sam­fé­lags­ins tjái sig um sína hlið á mál­inu?

Það mátti ekki á milli sjá, hvor­ir áttu erfiðara með að skýra sína af­stöðu, há­skóla­kenn­ar­ar í sam­töl­um við höf­unda mynd­ar­inn­ar eða for­ráðamenn fjár­mála­fyr­ir­tækja í yf­ir­heyrsl­um hjá banda­rískri þing­nefnd.

Get­ur verið að okk­ar sér­fræðing­um vefj­ist tunga um tönn?!“ spyr Styrm­ir Gunn­ars­son.

Pist­il rit­stjór­ans fyrr­ver­andi má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert