Aðgerðaráætlun vegna brjóstafyllinga

Reuters

Landlæknisembættið segir að af hálfu yfirvalda verði leitað leiða til að aðstoða þær konur sem hafa fengið PIP-brjóstafyllingar. Búast megi við því að heilbrigðisyfirvöld kynni aðgerðaráætlun í næstu viku.

Fram kemur á vef embættisins að Landlæknir og Lyfjastofnun fylgist grannt með þróun mála varðandi frönsku brjóstafyllingarnar, sem Poly Implant Prothese (PIP) framleiddi, sem hafa verið til umræðu að undanförnu. Segir að íslensk yfirvöld séu í beinum samskiptum við viðkomandi yfirvöld í Evrópu og verið sé að skoða samræmd viðbrögð.

Þá sé verið að safna nauðsynlegum upplýsingum til að fá yfirsýn yfir umfang málsins hér á landi og erlendis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert