Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill beina þeim tilmælum til fólks að fara ekki af stað nú í morgunsárið nema á vel búnum bílum sem ráða við þá vetrarfærð sem er nú á höfuðborgarsvæðinu.
Talsvert hefur bætt í snjó í nótt og eru götur því víða þungfærar eða ófærar. Björgunarsveitir hafa verið að störfum í alla nótt þar sem færð hefur verið mjög slæm.
Um tíma var Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi lokað þar sem ófært var þær leiðir. Ökumönnum er bent á að leita upplýsinga um færð á vegum hjá Vegagerðinni. Þá er rétt að minna á það að fastir bílar og yfirgefnir bílar tefja mjög fyrir snjóruðningstækjum. Ökumenn er því hvattir til að gefa sér góðan tíma til að komast á milli staða og sýna sérstaka þolinmæði og tillitssemi í umferðinni.