Ruðningurinn skapar slysahættu

Snjóruðningur. Úr myndasafni.
Snjóruðningur. Úr myndasafni. Ómar Óskarsson

Snjó kyngdi niður á höfuðborg­ar­svæðinu í nótt og hafa snjóruðnings­menn verið í óða önn að hreinsa og ryðja göt­ur. Ekki tekst þó alltaf vel til og geta slæl­eg vinnu­brögð skapað mikla slysa­hættu eins og dæm­in sanna.

Blaðamaður Morg­un­blaðsins ók frá ná­lægu hverfi og að Morg­un­blaðshús­inu við Há­deg­is­móa um sex­leytið í morg­un.

Bar þá svo við að tvisvar þurfti að fara út úr bíln­um og setja á blikk­andi aðvör­un­ar­ljós til að ryðja frá snjó og ísköggl­um sem skild­ir voru eft­ir á gang­braut­um við um­ferðarljós.

Var einn snjókögg­ull­inn á að giska 20 kíló og hefði hann án efa getað stór­skemmt bif­reiðar sem farið hefðu um gatna­mót­in við Bæj­ar­háls og Bitru­háls.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert