Svartfugl friðaður í ESB

Svartfuglar í Papey.
Svartfuglar í Papey. mbl.is/Ómar

Þær teg­und­ir svart­fugls, sem leyft er að veiða hér á landi, eru alfriðaðar í Evr­ópu­sam­band­inu. Vilji stjórn­völd óbreytt fyr­ir­komu­lag veiða á þess­um teg­und­um, ef til aðild­ar Íslands að sam­band­inu kæmi, þyrftu ís­lensk stjórn­völd að semja um það í viðræðunum við ESB.

Þetta kem­ur fram á Evr­ópu­vef Há­skóla Íslands og Alþing­is. Jafn­framt kem­ur fram að aðild Íslands að ESB myndi engu breyta um rjúpna­veiðar á Íslandi.

Veiða má fimm teg­und­ir af svart­fugli á Íslandi: álku, lang­víu, stutt­nefju, teistu og lunda. Á Evr­ópu­vefn­um kem­ur fram að stór hluti evr­ópsks varp­s­tofns þess­ara fimm teg­unda verpi við Ísland en þær eigi einnig varp­heim­kynni á Græn­landi, Írlandi og Bretlandi  og í Fær­eyj­um, Nor­egi og Finn­landi.

Eng­in þess­ara teg­unda er nefnd í viðauka II-A við fugla­til­skip­un í lista um þær teg­und­ir sem öll­um aðild­ar­ríkj­um ESB er heim­ilt að leyfa veiðar á, og ekki held­ur í viðauka II-B þar sem tald­ar eru upp þær teg­und­ir sem sum aðild­ar­ríki geta leyft að veiða á sínu umráðasvæði. Þess­ar teg­und­ir svart­fugla eru því alfriðaðar í Evr­ópu­sam­band­inu sam­kvæmt til­skip­un­inni.

Starfs­hóp­ur á veg­um um­hverf­is­ráðherra hef­ur nú lagt til að svart­fugl­s­teg­und­irn­ar fimm verði friðaðar hér á landi næstu fimm árin í það minnsta.

Á vefn­um hlad.is kem­ur fram í grein Elvars Árna Lund, for­manns Skot­vís, að nokkr­ir nokkr­ar fleiri fugla­teg­und­ir, sem leyft er að veiða hér á landi, séu ekki á und­anþágulista ESB og því bannað að veiða þessa fugla í ESB-ríkj­um. Þetta eru fýll, hrafn, hvít­máf­ur, rita, kjói, díla­skarf­ur, toppskarf­ur og súlu­ung­ar.

Einnig eru  nokkr­ar teg­und­ir fugla, sem má veiða í Evr­ópu­sam­band­inu en ekki er leyft að veiða á Íslandi. Þetta eru hrossa­gauk­ur, gargönd, gra­fönd, hrafn­sönd, æðar­fugl, gulönd, stelk­ur, jaðrak­an, spói og skutu­lönd.

Evr­ópu­vef­ur­inn

Grein Elvars Árna

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert