Kröftugri leysing í vændum

Úr safni.
Úr safni. mbl.is/RAX

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að hann vilji ekki vera á ferðinni í nótt og á morgun á meðan hvassviðrið verði og alls ekki þar sem vegir séu svellaðir. „Spyrnan er lítil við þær aðstæður og hætt við því hreinlega að bílar fjúki út af þegar vindur blæs og vegurinn er flugháll.“

Þetta skrifar Einar á veðurbloggvef sinn.

Hann segir að með með lægðinni sem fari norðaustur um Grænlandssund á morgun fylgi kröftugri leysing en á föstudag.

„Óhætt er því að flokka þetta leysingarveður til asahláku, en blotinn fer hratt hjá, því eftir miðjan daginn kólnar ákveðið og við sjáum fram á nokkra daga með éljum og snjókomu vestantil í framhaldinu,“ skrifar Einar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert