Málið átti að kynna skilyrðislaust

Hveragerði.
Hveragerði. www.mats.is

Bæj­ar­ráð Hvera­gerðis­bæj­ar undr­ast það að ekki skuli hafa verið leitað álits bæj­ar­ins við út­gáfu starfs­leyf­is til handa Orf líf­tækni á Reykj­um. Hef­ur bæj­ar­stjóra verið falið að óska eft­ir fundi með hlutaðeig­andi aðilum.

Þetta kem­ur fram á vef bæj­ar­ins.

Þar seg­ir að á fundi bæj­ar­ráðs á fimmtu­dag hafi verið lögð fram grein­ar­gerð frá tíu stofn­un­um, sam­tök­um og ein­stak­ling­um þar sem fjallað sé um for­send­ur og álita­mál vegna starfs­leyf­is fyr­ir­hugaðrar rækt­un­ar Orf líf­tækni hf. á Reykj­um. Enn­frem­ur hafi á fund­in­um verið lögð fram skýrsla unn­in af „Kynn­ingar­átaki um erfðabreytt­ar líf­ver­ur“ en að því standa Land­vernd, Mat­væla- og veit­inga­fé­lag Íslands, Nátt­úru­lækn­inga­fé­lag Íslands, Neyt­enda­sam­tök­in, Slow food Reykja­vík og Vott­un­ar­stof­an Tún.

Af­greiðsla bæj­ar­ráðs var eft­ir­far­andi:

„Bæj­ar­ráð undr­ast það að ekki skuli hafa verið leitað álits Hvera­gerðis­bæj­ar við út­gáfu starfs­leyf­is til handa Orf líf­tækni að Reykj­um og tel­ur að skil­yrðis­laust hefði átt að kynna þetta mál fyr­ir bæj­ar­stjórn eða á opn­um fundi með íbú­um. Þrátt fyr­ir að Reyk­ir til­heyri sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi, stjórn­sýslu­lega séð, þá eru land­fræðileg­ar aðstæður með þeim hætti að allt sem þar ger­ist hef­ur áhrif í Hvera­gerði enda eru ekki nema 150 metr­ar frá um­ræddu til­rauna­gróður­húsi í næsta íbúðar­hús bæj­ar­ins og um 350 metr­ar í miðbæ­inn. Þessi staðreynd ein og sér ætti að nægja til að Hver­gerðing­um yrði kynnt hvernig starf­semi Orf líf­tækni á að fara fram. Bæj­ar­ráð fel­ur bæj­ar­stjóra að óska eft­ir fundi með hlutaðeig­andi aðilum sem skýrt get­ur þau sjón­ar­mið sem búa að baki um­ræddri leyf­is­veit­ingu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert