Hvasst og svell á vegum

Víða er mjög hált á vegum og fer það illa …
Víða er mjög hált á vegum og fer það illa saman við hvassviðrið. Ómar Óskarsson

Vegagerðin vekur athygli á því að mjög varasamt getur verið að vera á ferðinni þegar saman fer hvass vindur og svell á vegum. Þannig aðstæður eru nú víða á vegum.

Uppfært klukkan 08.34

Krapasnjór er á Sandskeiði og í Þrengslum en hálka og þoka er á Hellisheiði. Á Suðurlandi er flughált á Biskupstungnabraut og víðar í uppsveitum. Hálkublettir eru á þjóðveginum frá Selfossi og austur að Vík. Flughálka er á Suðurstrandarvegi.

Á Vesturlandi er óveður á norðanverðu Snæfellsnesi og ekkert ferðaveður. Ófært er á Fróðárheiði og flughált í Staðarsveit og eins í Álftafirði og einnig sumstaðar í uppsveitum  Borgarfjarðar. Krapasnjór er á Holtavörðuheiði, hálka er á öðrum leiðum.

Á Vestfjörðum er flughálka á flestum leiðum. Þæfingsfærð er á Þröskuldum og krapasnjór á flestum heiðum, verið er að hreinsa.

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum, þó er flughált á útvegum. Flughálka er á Tjörnesi og í kringum Húsavík. Óveður er á Mývatnsöræfum.

Á Austurlandi og Suðausturlandi er flughálka í Skriðdalnum og í kringum Egilsstaði, einnig er flughálka frá Breiðdalsvík og að Lómagnúp. Hálka og skafrenningur er á Fjarðarheiði en hálka á öðrum leiðum. Ófært er á Vatnsskarði eystra.

Misjafnir þjónustutímar
Vegfarendur eru beðnir að hafa í huga að víða er ekki mokstur, eða önnur þjónusta á vegum, á kvöldin og nóttunni. Raunar eru sumir vegir ekki í þjónustu nema fáa daga í viku. Upplýsingar um þjónustutíma eru á vef Vegagerðarinnar og í síma 1777.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert