Lélegt skyggni í hvössum éljum

Búast má við dimmum éljum í fyrramálið.
Búast má við dimmum éljum í fyrramálið. mbl.is/RAX

Vindur snýst til SV-áttar með kólnandi veðri aftur. Útlit er fyrir éljagang vestan til með krapa á vegum til að byrja með og síðar snjóþekju. Spáð er stormi í éljunum í nótt og fyrramálið með mjög lélegu skyggni í hryðjunum, að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar.

Á Reykjanesi eru komnir hálkublettir og éljagangur. Hálkublettir og éljagangur eru á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Á Suðurlandi er flughált víða í uppsveitum.

Á Vesturlandi er hálka og éljagangur. Snjóþekja, éljagangur og skafrenningur er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er hálka og éljagangur.

Á Norðurlandi vestra er hálka en hálkublettir á Vatnsskarði og Þverárfjalli, hálka er á Öxnadalsheiði og flughálka frá Hofsós í Ketilás.

Á Norðausturlandi er hálka, flughált er á Mývatnsöræfum og frá Ásbirgi í Kópasker, flughált er í Vopnafirði og á Brekknaheiði.

Á Austurlandi er hálka og þá er flughált á Möðrudalsöræfum og Vatnsskarði eystra.

Á Suðausturlandi er hálka og hálkublettir en flughált er á Skeiðarársandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert