Loðnan lónar suður á bóginn

Loðna berst nú á land á Austfjörðum.
Loðna berst nú á land á Austfjörðum.

Loðnuskip, sjö til átta talsins, voru í morgun að veiðum um 70 sjómílur austsuðaustur af Langanesi, að sögn Vaktstöðvar siglinga. Loðnan hefur því lónað heldur suður á bóginn frá því fyrir helgina.

Nóttin var tíðindalaus hjá Vaktstöðinni að öðru leyti en því að tilkynning barst um franskt skip sem missti mann fyrir borð við Írland en hann náðist aftur um borð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert