Mikil hækkun dreifikostnaðar

Raflínur í Hvalfirði.
Raflínur í Hvalfirði. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Dreifikostnaður raforku hækkaði hjá öllum dreifiveitum um áramótin, nema hjá HS Veitum. Mesta hækkunin varð hjá Orkuveitu Reykjavíkur, eða 8,7%,  sé borin saman hækkun á orkugjaldi almenns taxta að sögn Orkuvaktarinnar

Hjá Rarik í þéttbýli var hækkunin 4,9% en 7,7% í dreifbýli, hjá Orkubúi Vestfjarða 6,1% og Norðurorku 3,0%.

Þess ber að geta að í þessum gjöldum er innifalinn flutningur sem ekki hækkaði.  Hjá OR er hlutur flutnings 1,27 kr./kWst svo hækkunin á dreifihluta orkugjalds er því í raun 11,9% í þeirra tilviki,“ segir í frétt Orkuvaktarinnar.

Þegar litið er á hvað sjálf dreifingin kostar kemur í ljós að viðskiptavinir Norðurorku greiða minnst eða 4,45 kr./kWst en viðskiptavinir Rarik í þéttbýli mest eða 6,805 kr./kWst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert