Segir rangt farið með tilvitnanir

Jón Þorvaldur Heiðarsson
Jón Þorvaldur Heiðarsson

Jón Þorvaldur Heiðarsson, sérfræðingur við rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri, segir að verkfræðingurinn Pálmi Kristinsson misfari með beinar tilvitnanir í sig í skýrslu hans um Vaðlaheiðargöng. Tilgangur breytinganna sé að afvegaleiða lesendur skýrslunnar.

Þetta kemur fram í athugasemd sem Jón Þorvaldur sendir vefnum 641.is sem segir fréttir frá Þingeyjarsveit, Reykjahverfi og Mývatnssveit. Þar nefnir hann dæmi um hvernig Pálmi breyti orðalagi sínu í skýrslunni og setji það síðan fram sem beina tilvitnun í sig. Þetta sé algerlega bannað í vísindasamfélaginu og sé sérstaklega alvarlegt þar sem Pálmi hafi starfað við kennslu innan Háskóla Íslands.

Athugasemd Jóns Þorvalds á 641.is.

Gagnrýnir framgöngu stjórnmálamanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert