Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti fulltrúum frá landssambandi björgunarsveita Færeyja á föstudag fé sem safnaðist í landssöfnun sem efnt var til á Íslandi 11. desember í tilefni af fárviðri sem gekk yfir eyjarnar. Alls söfnuðust yfir 17 milljónir króna.
Viðstaddir afhendinguna voru fulltrúar frá Björgunarsveitum Færeyja, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Friðrik Ómar og Jógvan Hansen sem stóðu fyrir samstöðutónleikunum í Hörpu, fulltrúar styrktaraðila, tónlistarmenn og aðrir sem stóðu að söfnuninni.