70 manns á bráðamóttöku

Um 70 manns leituðu sér aðstoðar um helgina vegna slysa í hálkunni og margir hverjir vegna alvarlegra beinbrota. Borgin hefur verið gagnrýnd harkalega fyrir aðgerðarleysi hvað ruðning, söltun og sandburð varðar. Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs, segir aðgerðir borgarinnar þó skýrast af aðstæðum og tæknilegri getu.

Ekki sé um sparnað eða umhverfisástæður að ræða þegar ekki sé búið að ryðja, salta eða sandbera. Aðgengi að göngustígum fyrir þar til gerð tæki hafi verið lélegt og erfitt hafi verið að eiga við fannfergið að undanförnu. Klakinn sem hafi myndast í íbúðagötum hafi þá verið orðinn of þykkur til að ná með hefðbundnum aðferðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert