70 manns á bráðamóttöku

00:00
00:00

Um 70 manns leituðu sér aðstoðar um helg­ina vegna slysa í hálk­unni og marg­ir hverj­ir vegna al­var­legra bein­brota. Borg­in hef­ur verið gagn­rýnd harka­lega fyr­ir aðgerðarleysi hvað ruðning, sölt­un og sand­b­urð varðar. Hrólf­ur Jóns­son, sviðsstjóri fram­kvæmda- og eigna­sviðs, seg­ir aðgerðir borg­ar­inn­ar þó skýr­ast af aðstæðum og tækni­legri getu.

Ekki sé um sparnað eða um­hverf­is­ástæður að ræða þegar ekki sé búið að ryðja, salta eða sand­bera. Aðgengi að göngu­stíg­um fyr­ir þar til gerð tæki hafi verið lé­legt og erfitt hafi verið að eiga við fann­fergið að und­an­förnu. Klak­inn sem hafi mynd­ast í íbúðagöt­um hafi þá verið orðinn of þykk­ur til að ná með hefðbundn­um aðferðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert