Borgarstjóri biður um skilning

Jón Gn­arr, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, seg­ist geta full­vissað borg­ar­búa um að borg­ar­yf­ir­völd séu að gera sitt besta til að greiða úr ástand­inu og ekki sé verið að spara neitt í þeim efn­um.

„Ástandið á gatna­kerfi Reykja­vík­ur hef­ur verið mjög erfitt að und­an­förnu,“ seg­ir í orðsend­ingu frá borg­ar­stjóra. „Óvenju mik­ill snjór hef­ur fallið á höfuðborg­ar­svæðinu, sá mesti í marga ára­tugi, og fram­kvæmda­svið borg­ar­inn­ar hef­ur verið að glíma við af­leiðing­arn­ar af því.  

Gatna­kerfið í Reykja­vík er 950 kíló­metr­ar að lengd og beitt verður öll­um hugs­an­leg­um ráðum til að hálku­verja og ryðja göt­ur í borg­inni. Ég get full­vissað borg­ar­búa um að við erum að gera okk­ar besta til að greiða úr ástand­inu og það er ekki verið að spara neitt í þeim efn­um.

Við þess­ar aðstæður vil ég biðja fólk að sýna ástand­inu skiln­ing, fara var­lega og hætta sér ekki út nema vel búið. Þá vil ég biðja bí­leig­end­ur að hliðra til fyr­ir snjóruðnings­tækj­um og sýna til­lits­semi í um­ferðinni,“ seg­ir í orðsend­ingu borg­ar­stjóra.

Veg­hefl­um beitt á klak­ann

Unnið hef­ur verið um alla borg við snjó­hreins­un og hálku­varn­ir gatna- og göngu­leiða í sam­ræmi við for­gangs­röðun í snjó­hreins­un. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fram­kvæmda- og eigna­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar verður áfram unnið með veg­hefl­um til að ná niður hryggj­um í húsa­göt­um en þau tæki séu það eina sem vinn­ur á hörðum klak­an­um.

Í dag er unnið í göt­um í Bú­staðahverfi, Heim­um, Vog­um, Sund­um, Sel­ás­hverfi, Breiðholti, Vest­ur­bæn­um, Smá­í­búðahverfi og Háa­leiti. Níu hefl­ar eru notaðir til verks­ins og er stefnt að því að klára húsa­göt­ur í þess­um hverf­um.

Unnið er við snjó­hreins­un og sönd­un á göngu­stíg­um og aðkomu­leiðum að biðstöðvum strætó. Einnig er hreinsað og sandað við stofn­an­ir eft­ir þörf­um.

Á hverfa­stöðvum Reykja­vík­ur­borg­ar geta borg­ar­ar náð sér í salt og sand til að bera á einkalóðir og inn­keyrsl­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert