„Erfiðast að segja 5 ára dóttur minni“

Hafdís Hinriksdóttir var 27 ára þegar hún kom út úr skápnum. „Þetta er þvílíkt frelsi. Maður getur loksins fengið að vera sú sem maður er,“ segir Hafdís um reynslu sína sem hún segir frá í nýjum þætti á Mbl. sjónvarpi sem nefnist Út úr skápnum. „Mér fannst erfiðast að segja fimm ára dóttur minni,“ segir Hafdís en hún segir að viðbrögð hennar hafi komið sér á óvart. „Maður hefur ákveðna mynd í hausnum um sjálfan sig. Svo fattar maður allt í einu að þetta er einhvern veginn allt öðruvísi, en samt er allt að smella saman.“

Þættirnir verða á dagskrá vikulega á Mbl. sjónvarpi en í hverjum þætti kynnast áhorfendur reynslusögu samkynhneigðs einstaklings og því ferli sem hann gengur í gegnum þegar hann kemur út úr skápnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert