Fyrri ferð Herjólfs á morgun fellur niður vegna ölduhæðar og veðurhorfa. Gert er ráð fyrir 8-10 metra ölduhæð og 18-20 metra vindhraða á sekúndu.
Farþegar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs í fyrramálið í síma 481-2800 til að breyta pöntunum sínum.
Tilkynnt verður klukkan tólf á hádegi á morgun hvort seinni ferð Herjólfs verður farin en áætlað er að skipið leggi af stað frá Vestmannaeyjum klukkan 15:30 og frá Þorlákshöfn klukkan 19:15.