Björgunarsveitarmenn frá Hveragerði eru nú á leiðinni til að aðstoða fjölda bíla sem eru í vandræðum allt frá Hellisheiði að Sandskeiði. Búið er að loka fyrir umferð um heiðina, Sandskeið og Þrengsli en mikill skafrenningur er á svæðinu og ekkert ferðaveður.
Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitinni eru að minnsta kosti tíu til fimmtán bílar í vandræðum á svæðinu og alls ekkert ferðaveður þar núna. Að sögn Vegagerðarinnar er mikill skafrenningur og óveður á svæðinu og spáð versnandi veðri með kvöldinu.