Fyrst að verða Íslandsmeistari

Nansý Davíðsdóttir varð á laugardaginn fyrsta stúlkan til að verða Íslandsmeistari barna í skák en mótið var fyrst haldið árið 1994. Nansý verður tíu ára í vikunni en hóf að tefla fyrir rúmum tveimur árum en hún æfir sig daglega og í gær, á sunnudegi, vaknaði hún klukkan átta um morguninn til að æfa sig fyrir skák sem hún tefldi seinna um daginn og tók sú þrjá og hálfan tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert