Gæslan leigir þyrlu

Þyrlan, sem Landhelgisgæslan hefur tekið á leigu.
Þyrlan, sem Landhelgisgæslan hefur tekið á leigu.

Ákveðið hef­ur verið að taka til­boði Knut Axel Ug­land Hold­ing AS um leigu á þyrlu af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS332 L1, sem er sömu teg­und­ar og björg­un­arþyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar TF-LIF og TF-GNA. Leiguþyrl­an mun leysa af TF-LIF sem flýg­ur til Nor­egs 14. janú­ar nk. þar sem hún mun í fyrsta sinn fara í gegn­um um­fangs­mikla G-skoðun. Áætlað er að skoðun­inni ljúki 23. mars. 

Verður leiguþyrl­an af­hent Land­helg­is­gæsl­unni um mánaðamót­in janú­ar-fe­brú­ar. Til að þyrl­an upp­fylli öll skil­yrði útboðsgagna til björg­un­arþyrlu þarf að gera á henni smá­vægi­leg­ar breyt­ing­ar sem verða fram­kvæmd­ar annaðhvort í Nor­egi eða á Íslandi.

Starfs­menn á veg­um LHG hafa verið í Nor­egi und­arfarna daga þar sem unnið er að lokafrá­gangi fyr­ir samn­ings­gerð ásamt því að und­ir­búa skrán­ing­ar­ferli hjá ís­lensk­um flug­mála­yf­ir­völd­um sem get­ur tekið nokk­urn tíma en von­ast er til að þyrl­an verði til­bú­in til notk­un­ar um eða upp úr miðjum fe­brú­ar.

Til­boða vegna tíma­bund­inn­ar leigu á þyrlu til Land­helg­is­gæsl­unn­ar voru opnuð hinn 19. des­em­ber hjá Rík­is­kaup­um. Tvö til­boð bár­ust, ann­ars veg­ar frá Knut Axel Ug­land Hold­ing AS og frá­vikstil­boð um leigu á Daup­hin AS365N – TF-HDU sem er í eigu Norður­flugs ehf. Í útboðsgögn­um var gerð krafa um þyrlu af gerðinni Aerospatiale Super Puma og er til­boðið frá Norður­flugi frá­vik þar sem þyrl­an sem þeir buðu fram er af gerðinni Daup­hin. 

TF-LIF Aerospatiale Super Puma AS-332 L1 get­ur tekið fimm í áhöfn og allt að tutt­ugu farþega, flugþol henn­ar er fimm klukku­stund­ir og há­marks­hraði 270 km/​klst. Há­marks­flugdrægni er 625 sjó­míl­ur. TF-GNA, einnig Aerospatiale Super Puma AS-332 L1, er syst­urþyrla TF-LIF og get­ur tekið fimm manna áhöfn og svipaðan fjölda farþega, flugþol henn­ar er 4:45 klukku­stund­ir og há­marks­hraði 270 km/​klst. Há­marks­flugdrægni er 570 sjó­míl­ur. Þyrla Knut Axel Ug­land Hold­ing AS er sam­bæri­leg að getu og nú­ver­andi þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert