N1 hækkar líka

mbl.is

N1 hefur fylgt í fótspor Skeljungs og Olís og hækkað verð á bensíni. Kostar nú bensínlítrinn 240,50 krónur hjá N1 og dísillítrinn 252,90 krónur.

Bensínið er dýrast hjá Skeljungi, kostar 241,40 krónur lítrinn, og 240,60 krónur hjá Olís.

Bensínverð hefur ekki hækkað hjá öðrum bensínstöðvum og er bensínlítrinn ódýrastur hjá Orkunni, 236,30 krónur, og hjá Atlantsolíu þar sem hann kostar 236,40 krónur.

Dísilolían er enn dýrari en bensínið en hún er ódýrust hjá Orkunni þar sem lítrinn kostar 249,60 krónur. Dísilolían er dýrust hjá N1 en hjá Skeljungi, sem á og rekur Orkuna, kostar lítrinn af dísil 250,80 krónur. Hjá Olís kostar lítrinn af dísil 250,90 krónur, samkvæmt vefnum GSM bensín.

Hinn 28. desember sl. kostaði bensínlítrinn 227,60 krónur og dísillítrinn 242,20 krónur hjá Orkunni. Þann dag var lítrinn bæði af bensíni og dísil dýrastur hjá Olís; bensínlítrinn kostaði 231,90 krónur og dísillítrinn 244,50 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert