Nasa aldrei rifinn að sögn eiganda hússins

NASA við Austurvöll.
NASA við Austurvöll. mbl.is/Jim Smart

„Það eina sem ligg­ur fyr­ir er það að gamla húsið sem snýr fram að Aust­ur­velli, gamli kvenna­skól­inn sem er ásýnd Nasa í hug­um nán­ast allra, er friðað og verður aldrei rifið.

Þetta seg­ir Pét­ur Þór Sig­urðsson, hæsta­rétt­ar­lögmaður og eig­andi húss­ins sem hýs­ir skemmti­staðinn Nasa, aðspurður hvort til standi að rífa húsið sem stend­ur við Thor­vald­sens­stræti 2. Hann seg­ir húsið gull­fal­legt og aldrei hafi staðið til að rífa það. „Nasa verður aldrei rif­inn.“

Morg­un­blaðið greindi frá því síðastliðinn laug­ar­dag að Pét­ur hefði til­kynnt Ingi­björgu Örlygs­dótt­ur, sem rekið hef­ur skemmti­staðinn Nasa, að til stæði að rífa húsið 1. júní næst­kom­andi og byggja hót­el á reitn­um. Að sögn Pét­urs hef­ur Nasa átt í rekstr­arörðug­leik­um og verið í van­skil­um með leigu á hús­næðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert