Ritaði forseta Alþingis bréf

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Björgólfur Thor Björgólfsson hefur sent bréf til forseta Alþingis og þriggja nefndarmanna í rannsóknarnefnd Alþingis. Tilefnið var að Björgólfur Thor hafði þrvívegis fengið upplýsingar um að nefndin hefði svarað fyrirspurn fréttamanna um hver væri réttur skilningur á skýrslu hennar.

Í pistli á vef Björgólfs segir að hann hafi staðið í þeirri trú að nefndin hefði látið af störfum um leið og skýrsla hennar kom út, í apríl 2010.

„Fyrir mánuði sendi ég bréf til forseta Alþingis og nefndarmanna í rannsóknarnefnd Alþingis. Í bréfinu óska ég svara um störf rannsóknarnefndarinnar frá apríl 2010. Áður hafði ég raunar staðið í þeirri trú að nefndin hefði látið af störfum í þeim mánuði, um leið og skýrsla hennar kom út. Hins vegar hafa mér þrívegis borist upplýsingar sem benda til þess að nefndin hafi veitt fyrirspyrjendum nánari skýringar á skýrslu sinni. Það er að sjálfsögðu fagnaðarefni en um leið er eðlileg krafa að skýrsluhöfundar taki tillit til þeirra athugasemda sem komið hafa fram, til dæmis hér á vefsíðu minni. Þá ítreka ég þá ósk mína að athugasemdir mínar verði birtar á vef Alþingis, þar sem rannsóknarskýrsluna sjálfa er að finna,“ segir á vef Björgólfs.

Svör hafa ekki borist frá rannsóknarnefndinni eða forseta Alþingis, en þeirra hlýtur að vera að vænta innan skamms, segir í pistli á síðu Björgólfs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert