Ísland er á hraðferð út úr fjármálakreppunni á sama tíma og fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Geir H. Haarde, á yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að hafa ekki gert nægjanlega mikið til þess að bjarga landinu, að því er fram kemur á vef Sænska dagblaðsins (Svenska Dagbladet) en um helgina var birt viðtal við Geir í blaðinu.
Blóraböggull eða ríkisstjórn sem svaf á verðinum er sú spurning sem blasir við Geir, samkvæmt fréttinni.
Segir Geir í viðtalinu að framkvæmd málsins gegn honum sé til skammar og hann muni sýna fram á það að hann sé saklaus af því sem hann er sakaður um. Síðustu tvö ár hafi verið erfið, þrátt fyrir að hann sé sannfærður um sakleysi sitt þá ríki óvissa um framtíðina hjá honum. Hann sé orðinn sextugur að aldri og þegar hann leiti að nafni sínu á netinu sé niðurstaðan alltaf sú sama, þetta mál komi upp. Hann velti því fyrir sér hvort mannorð hans sé farið vegna þessa brjálæðis
Segir á vef Svd að fall íslensku bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans í október, sé næststærsta gjaldþrot banka í sögunni á eftir Lehman Brothers.