Skammbyssum smyglað hingað

Lögreglan hefur í auknum mæli lagt hald á vopn hjá …
Lögreglan hefur í auknum mæli lagt hald á vopn hjá félögum í íslenskum glæpahópum.

Embætti rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir að lög­regla búi yfir upp­lýs­ing­um þess efn­is að skamm­byss­um sé smyglað inn í landið í ein­hverj­um mæli. Fyr­ir liggi að þekkt­ir hóp­ar af­brota­manna hafi á síðustu miss­er­um lagt áherslu á að kom­ast yfir vopn.

Þetta kem­ur fram í nýju hættumati embætt­is­rík­is­lög­reglu­stjóra á skipu­lagðri glæp­a­starf­semi. Seg­ir embættið, að á Íslandi starfi glæpa­hóp­ar, sem telj­ist ís­lensk­ir í þeim skiln­ingi að þeir eigi upp­runa sinn hér á landi og fé­lag­ar í þeim séu yf­ir­leitt ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar. Sum­ir þess­ara hópa hafi lengi verið starf­andi og séu um­svifa­mikl­ir á sviði inn­flutn­ings og fram­leiðslu fíkni­efna, pen­ingaþvætt­is, hand­rukk­ana og ann­ars kon­ar fjár­kúg­un­ar.

Þá sé ástæða sé til að ætla að þess­ir hóp­ar komi í ein­hverj­um til­vik­um að vænd­is­sölu.

Sömu inn­lendu aðilar hafi um ára­bil verið stór­tæk­ir á þess­um sviðum skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi og komi einkum nærri skipu­lagn­ingu og fjár­mögn­un. Neðar í keðjunni séu þekkt­ir af­brota­menn oft­ar en ekki á ferð.

Hafa hlotið herþjálf­un

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir, að skotárás­in í Bryggju­hverfi í Reykja­vík  nóv­em­ber sl. sé til marks um þá hættu að til átaka komi með ein­stak­ling­um og hóp­um
sem tengi skipu­lagðri brot­a­starf­semi á Íslandi. Nýir hóp­ar láti nú til sín taka í sam­keppni við erfiðari aðstæður á markaði.

Jafn­framt sé ástæða til að ætla að hömlu­leysi fari vax­andi inn­an þeirra hópa sem einkum láti til sín taka. Þá þróun megi vafa­lítið í ein­hverj­um til­vik­um rekja til neyslu viðkom­andi á sér­lega hættu­leg­um örv­andi efn­um sem vitað sé að fram­leidd eru hér á landi.

Þá seg­ir grein­ing­ar­deild­in, að í er­lend­um glæpa­hóp­um hér á landi séu iðulega menn sem hafi hlotið herþjálf­un er­lend­is og sýnt af sér vilja til grófrar vald­beit­ing­ar, hömlu­leysi og hrotta­skap.

Deild­in búi yfir upp­lýs­ing­um þess efn­is að inn­lend­ir aðilar í ís­lensk­um und­ir­heim­um ótt­ist marg­ir hverj­ir mjög þessa er­lendu af­brota­menn. Vera kunni að aukna vopna­eign og mögu­leg­an vopna­b­urð megi rekja til þessa ótta.

Þá liggi fyr­ir vís­bend­ing­ar þess efn­is að í vöxt fær­ist að fé­lag­ar í er­lend­um sem inn­lend­um glæpa­hóp­um gangi um vopnaðir. Tals­menn lög­reglu hafi á und­anliðnum árum ít­rekað vakið at­hygli á að lög­reglu­mönn­um sé auk­in hætta búin þegar þeir sinna skyldu­störf­um sín­um. Þá hafi þekkt­ir ís­lensk­ir brota­menn lýst yfir því að þeir séu til­bún­ir til að beita lög­reglu of­beldi telji þeir það nauðsyn­legt og til átaka hafi komið með lög­reglu og fé­lög­um í er­lend­um glæpa­hóp­um sem starfa hér á landi.

Sam­kvæmt heim­ild­um grein­ing­ar­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra líta menn í ís­lensk­um und­ir­heim­um á vopn fyrst og fremst sem tæki til sjálfs­varn­ar gagn­vart öðrum  af­brota­mönn­um og hóp­um. Sú afstaða breyti vita­skuld engu um þá ógn gagn­vart lög­reglu­mönn­um og al­menn­ingi sem þeirri vopna­eign fylgi. Komi til átaka milli glæpa­hópa eða ein­stak­linga sem þeim tengj­ast sé ljóst að al­menn­ingi kunni að vera hætta búin. Átök gætu brot­ist út á op­in­ber­um stöðum auk þess sem sú hætta sé ávallt fyr­ir hendi, að of­beld­is­menn fari manna­villt eða al­menn­ing­ur verði með ein­hverj­um hætti á milli í átök­um hópa.

Hættumat embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert