440 konur með PIP-sílikonpúða

reuters

Öllum kon­um sem fengu PIP-brjósta­púða á ár­un­um 2000-2010 verður sent bréf á næstu dög­um þar sem þeim er boðið að koma í ómskoðun á næstu þrem­ur mánuðum til að ganga úr skugga um hvort brjósta­púðarn­ir leki.  Alls eru þetta 440 kon­ur.

Ef kon­urn­ar eru sjúkra­tryggðar hér á landi verður skoðunin þeim að kostnaðarlausu. Reyn­ist púðar lek­ir tek­ur ríkið þátt í kostnaði við að fjar­lægja þá sam­kvæmt al­menn­um regl­um um greiðsluþátt­töku hins op­in­bera vegna aðgerða.

Guðbjart­ur Hann­es­son vel­ferðarráðherra kynnti aðgerðaáætl­un heil­brigðis­yf­ir­valda vegna þessa máls á fundi rík­is­stjórn­ar í dag. Vel­ferðarráðuneytið áætl­ar, að heild­ar­kostnaður rík­is­ins vegna ómskoðunar, sem Leit­ar­stöð Krabba­meins­fé­lags Íslands ann­ast verði allt að sex millj­ón­ir króna. Þá er áætlað að nema þurfi brott púða hjá 4-8 kon­um að lág­marki eða allt að 30 kon­um að há­marki. Áætlaður kostnaður við aðgerðir vegna lekra brjósta­púða sem fallið gæti til á næstu árum er því áætlaður á bil­inu 800 þúsund til 6 millj­ón­ir króna.

Í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu seg­ir, að brjósta­fyll­ing­ar frá franska fyr­ir­tæk­inu Poly Implant Prot­hese (PIP) hafi verið tekn­ar af markaði í Evr­ópu í mars 2010 þar sem gæðum síli­ko­nefn­is­ins í þeim var talið áfátt. Skoðun leiddi í ljós að fram­leiðandi fyll­ing­anna hafði notað í þær annað efni en það sem hann hafði áður fengið gæðavottað með CE-gæðamerk­ingu og var­an því fölsuð og gölluð. Talið er að þetta eigi við um brjósta­púða sem PIP-fyr­ir­tækið fram­leiddi og seldi allt frá ár­inu 2000.

Það var fyrst og fremst einn lýta­lækn­ir hér á landi sem notaði þessa púða í aðgerðum við brjóstas­tækk­an­ir á lækna­stofu sinni og hann flutti púðana sjálf­ur inn. Þeir hafa hins veg­ar ekki verið notaðir í aðgerðum sem fram­kvæmd­ar eru á sjúkra­hús­um, t.d. vegna upp­bygg­ing­ar brjósta í kjöl­far krabba­meinsmeðferðar.

Íslensk heil­brigðis­yf­ir­völd eru í bein­um sam­skipt­um við hlutaðeig­andi yf­ir­völd og eft­ir­lits­stofn­an­ir í Evr­ópu og fylgj­ast grannt með þróun mála varðandi PIP-brjósta­fyll­ing­arn­ar hjá öðrum þjóðum. Áætl­un sem vel­ferðarráðuneytið kynnti á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í dag um aðgerðir ís­lenskra stjórn­valda verður end­ur­skoðuð ef þörf kref­ur, komi fram nýj­ar upp­lýs­ing­ar um áhrif fyll­ing­anna á heilsu kvenn­anna sem í hlut eiga.

Vel­ferðarráðuneytið hef­ur ákveðið að afla lög­fræðiálits, m.a. varðandi ábyrgð vegna inn­flutn­ings og dreif­ing­ar PIP-brjósta­púðanna og rétt­ar­stöðu hlutaðeig­andi kvenna sam­kvæmt lög­um um sjúk­linga­trygg­ingu. Ráðuneytið hef­ur leitað til rík­is­lög­manns við und­ir­bún­ing máls­ins. Þegar lög­fræðiálit ligg­ur fyr­ir verður tek­in ákvörðun um hvort ríkið geri kröfu um end­ur­greiðslu kostnaðar sem ríkið tekst á hend­ur vegna þessa máls.

Aðgerðaáætl­un stjórn­valda vegna PIP-brjósta­fyll­inga

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert