Ásmundur Einar: Hver er staða ESB-umsóknarinnar?

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason.

Ásmundur Einar Daðason alþm. segir í Morgunblaðinu í morgun að mikill meirihluti Íslendinga gerir sér grein fyrir því að hagsmunum þjóðarinnar er best borgið utan ESB. Þá veltir hann fyrir sér af hverju formaður Vinstri grænna þurfti að leita til Hreyfingarinnar ef ekkert á að breytast við brotthvarf Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn?

Ásmundur Einar lýkur grein sinni með þessum orðum:

Augu manna beinast nú að formanni Vinstri grænna sem sjálfur tók við ráðherrastólnum af Jóni Bjarnasyni en hann sagði aðspurður þegar hann tók við embætti að ekkert myndi breytast varðandi ESB-málið. Mun hann hafna styrkjum til aðlögunar líkt og forveri hans? Mun hann viðurkenna varnarlínur BÍ og gera þær að samningsafstöðu Íslands? Mun hann afsala forræði yfir deilistofnum í sjávarútvegi? Mun hann hefja undirbúning stofnanabreytinga innan ráðuneytisins? Það er margt sem bendir til þess að Vinstri grænir ætli enn á ný að gefa eftir gagnvart samstarfsflokknum. Það sem styður þá kenningu er að í aðdraganda ráðherrakapalsins leituðu formenn stjórnarflokkanna til Hreyfingarinnar og Guðmundar Steingrímssonar um stuðning við ESB-umsóknina. Af hverju þurfti formaður Vinstri grænna að leita til þeirra ef ekkert á að breytast við brotthvarf Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert