Betra en að halda á 200 bókum

Nemendur 9. bekkjar Vogaskóla voru ánægðir með lesbrettin sem þeir fengu afhent í dag en skólavefurinn afhenti öllum 42 nemendum í 9. bekk skólans Kindle-lesbretti til notkunar á vorönn, en þetta er í fyrsta sinn sem eingöngu er notast við rafbækur í kennslu á Íslandi.

Helstu kostirnir eru að sögn nemendanna stillingarmöguleikarnir á brettunum og að þurfa ekki að halda á jafn mörgum bókum, þá gera brettin lesturinn meira spennandi sem gæti örvað áhugann í einhverjum tilvikum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert