Björn Valur: Er maðurinn brjálaður?

Björn Valur Gíslason.
Björn Valur Gíslason. mbl.is/Ómar

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, veltir því fyrir sér á bloggvef sínum í dag hvort Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, sé brjálaður í ljósi þess að Vilhjálmur bar saman galdraofsókir fyrri alda og skattlagningu á auðmenn.

„Hann jafnar galdrabrennum fyrri alda við að skattkerfið hér á landi hafi verið fært nær því sem þekkist í öðrum vestrænum ríkjum. Hann ber hlutskipti íslenskra auðmanna saman við ömurleg örlög þeirra sem urðu fyrir ofsóknum fyrr á öldum og enduðu líf sitt á kvalafullum bálkesti fáfræði og mannvonsku. Er maðurinn brjálaður?“ spyr Björn Valur.

Bloggvefur Björns Vals

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert